Published in The Nordic Report 03, 124-126, 2020

OUR AWESEOME
PAST, PRESENT AND FUTURE
OF AUTOMATION

Kristinn R. Thórisson

Microsoft Clippy

Today's artificial intelligence (AI), as someone said, is perhaps further from intelligence than it is from stupidity. A case in point for that view that comes to mind is Windows 95's animated "Clippy" — a computer character that tried to guess your plans when you e.g. opened a new Word document, proposing to format it for you. Because it guessed wrong much too often, Clippy's biggest accomplishment was perhaps teaching people to hate AI. In 2001, four years after its introduction, Clippy was removed by its maker.

Numerous companies and government agencies are now asking themselves "What can automation through AI help us with, if anything?". Well, AI technologies can be applied to a wide array of problems, situations, tasks, and processes. Done right, AI has great potential to improve our lives, just like automation by other means has done in the past 200 years. Yet, like other technologies, it can also do harm and waste our time — well beyond what Clippy ever did — if applied unwisely. The mechanization of thought is a relatively new frontier in automation; chreful consideration of the potential implications of applied AI is strongly advised before any such undertaking.

The Icelandic Institute for Intelligent Machines (IIIM) is a non-profit research center, founded in 2009, with the charter to speed up knowledge transfer between academic research and industry R&D. Our experts bring together companies, academics, and government institutions to use cutting-edge AI for automating anything, from analyzing zebrafish behavior to controlling artificial knees, from managing Iceland's national power grid to finding tourists lost in the highlands. IIIM's open-source collaboration model provides for flexible knowledge-sharing: Our Knowledge Fountain contract allows new knowledge created in projects to be freely moved from one sector to another, as well as furthering AI research inside IIIM, which in turns makes IIIM better equipped to help in the future. IIIM gives a royalty-free license to prototypes resulting from such collaboration.

The benefits of AI automation result from four main categories: New revenue creation, cost cutting, risk reduction, and increase in safety. AI may create new sources of revenue through brand new processes and methods. Improved efficiency of existing processes may also result, reducing expenses. The former category may create new jobs; the latter category may threaten job security: If the automation is extensive, jobs may be lost, but more often job descriptions simply change without disappearing. Improving the safety of life-critical systems, such as hospital management, reduces need for repairs and insurance expenses, but even more importantly, it can reduce risk of death and give us a better, safer society.

AI is neither a one-hit-wonder not a one-size-fits-all: Rarely is it obvious how, or which, AI technology should be used, if not only because all automation is done in the context of other processes and operations, which likely depend on existing workforce, safety and privacy issues. At IIIM we invest significant time with collaborators in analysis and long-term planning to get these aspects right before writing a single line of code. Done the right, AI automation frees up time for people to work on things that matter more than what they did before—since work that can't currently be mechanized is by definition more valuable. We are at the very beginning of the AI revolution. Many jobs will change in the coming years and decades, and because AI involves the automation of thinking, some may lose their job to machines. Sometimes, though, it's the AI that loses its job. And often that is a good thing. Like in the case of Clippy.





  • Stundum er sagt að gervigreind (AI) samtímans sé í raun nær því sem kalla mætti fávisku en &Thorn;ví sem kalla má greind. því til stuðnings má nefna „Clippy" — tölvugerða fígúru sem fylgdi stýrikerfinu Windows 95 og reyndi að geta sér til um fyrirætlanir notenda, t.d. þegar nýtt Word-skjal var opnað, og bauðst þá til að forsníða skjalið fyrir notandann. Clippy var hins vegar ekkert sérstaklega góður í að giska og helsta afrek hans var kannski að kenna almenningi að þola ekki gervigreind. Forritararnir létu Clippy svo hverfa árið 2001, fjórum árum eftir að hann var kynntur til leiks.

    Núorðið spyrja fjölmargir stjórnendur fyrirtækja og ríkisstofnana sig að þessu: „Hvað getur sjálfvirkni með gervigreind gert fyrir okkur — ef eitthvað?" Ja, það er reyndar hægt að nota gervigreind til að bregðast við fjölmörgum vandamálum, aðstæðum og ferlum. Ef vel er að verki staðið gæti gervigreind bætt líf okkar allra umtalsvert, rétt eins og margs konar sjálfvirkni hefur einmitt gert undanfarin 200 ár. Eins og önnur tækni getur gervigreind líka gert skaða og eytt tíma okkar að óþörfu — miklu meira en Clippy nokkru sinni gerði — sé henni ekki beitt á réttan hátt. Vélvæðing hugsunar er tiltölulega nýtt svið í þróun sjálfvirkni. það þarf því að stíga gætilega til jarðar og hugleiða allar hugsanlegar afleiðingar af notkun gervigreindar.

    Vitvélastofnun íslands er rannsóknarmiðstöð sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Hún var stofnuð árið 2009 og samkvæmt stofnskrá er henni ætlað að greiða fyrir miðlun þekkingar og tækni milli fræðimanna og rannsóknar- og þróunaraðila í atvinnuveginum. Sérfræðingar okkar leiða saman fyrirtæki, ríkisstofnanir og gervigreindarsérfræðinga með það að markmiði að nýta sér nýjustu gervigreindina til að sjálfvirknivæða allt sem hugast getur, hvort sem er greiningu á atferli sebradanna (tegund örlítilla fiska), stjórnun gervihnjáliða, nýtingu raforkudreifikerfis íslands eða til að finna ferðamenn sem týnast á hálendinu. Samstarf við stofnunina er opið öllum og samstarfsorm hennar auðveldar sveigjanlega þekkingar- og tæknimiðlunar: Samningsformið og Vizkubrunnurinn, hvortveggja byggð á deilihagkerfinu, auðveldar greiða nýtingu tækni og þekkingar sem verður til í tilteknum verkefnum, frá einum geira til annars, og eflir rannsóknir Vitvélastofnunarinnar á gervigreind um leið, sem gerir stofnunina um leið betur í stakk búna til að verða þjóðfélaginu að liði í framtíðinni. Vitvélastofnun gefur endurgjaldslaust nýtingarleyfi þeim sem taka þátt í slíkri samvinnu.

    Ávinningnum af sjálfvirkni með gervigreind má skipta í fjóra flokka: öflun nýrra tekna, lækkun kostnaðar, minni áhætta og aukið öryggi. Gervigreind getur skapað grundvöll fyrir öflun nýrra tekna í gegnum ný ferli og aðferðir. Einnig er hægt að auka skilvirkni fyrirliggjandi ferla og draga þannig úr kostnaði. Fyrri flokkurinn getur skapað ný störf, sá seinni kann að ógna atvinnuöryggi, ef sjálfvirknivæðing er víðtæk, en stundum breytast starfslýsingar fremur en að störf hverfi. Að auka öryggi lífsnauðsynlegra kerfa, svo sem við stjórnun sjúkrahúsa, minnkar viðhald, viðgerðir og tryggingakostnað, en það sem meira er getur það fækkað dauðsföllum og gert samfélagið allt öruggara.

    Gervigreind er hvorki dægurfluga né heldur getur hún verið öllum allt: það er sjaldnast alveg augljóst hvernig, eða hvort, æskilegast sé að nota gervigreindartækni í ákveðnum tilgangi, ekki hvað síst vegna þess að öll sjálfvirkni fer fram í samhengi við önnur ferli og aðgerðir, sem eru að öllum líkindum háð fyrirliggjandi vinnuafli, öryggismálum og persónuverndarmálum. áður en forrituð er svo mikið sem ein lína af kóða hjá Vitvélastofnun íslands fer verulegur tími í greiningu og gerð langtímaáætlana, í samstarf við fjölbreitta sveit aðila og stofnanir, í því skyni að huga sem allra vandlegast að öllum slíkum þáttum. þegar vel tekst til færir gervigreind okkur aukinn tíma sem nota má til að vinna að þeim þáttum sem skipta meira máli nú en þeir gerðu áður — því vinna sem er ekki hægt að vélvæða enn er verðmætari en sú sem hægt er að sjálfvirknivæða. Gervigreindarbyltingin er rétt að hefjast. Á komandi árum og áratugum munu fjölmörg störf breytast og þar sem gervigreind felur í sér sjálfvirkni hugsanaferla munu margir missa störf sín í hendur véla. Stundum er það samt gervigreindinni sem er sagt upp. Og oft er það af hinu góða. Eins og dæmið um afdrif Clippys sannar.